Fara í efni

Grunur um að smyglvarningi hafi verið varpað fyrir borð

Deila frétt:

Umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir í fjörum allt frá Kollafirði  og inn í Hvalfjörð. Snemma í morgun vöknuðu upp grunsemdir, við skoðun Tollgæslunnar á skipi í Grundartangahöfn, að skipverjar á skipi sem þangað kom í gærkvöldi hefðu losað sig við smyglvarning sem Tollgæslan hafði fengið upplýsingar væri um borð.

Við eftirgrennslan lögreglunnar í morgun, kom í ljós að mikið magn áfengis var á fjörum gengt Grundartanga. Lögreglan hefur þegar lokað veginum niður á Hvalfjarðareyri og björgunarsveitarmenn verið kallaðir út til aðstoðar við að hefja hreinsun, en samkvæmt upplýsingum lögreglunar hefur orðið vart við reka allt suður í Viðeyjarsund og hreinsunin því mjög umfangsmikil.