Fara í efni

Gunnar Helgason og Árni Árnason, bókaupplestur 26.nóv

Deila frétt:

Hinn geysivinsæli barnabókahöfundur Gunnar Helgason les upp úr bók sinni Draumaþjófurinn og Árni Árnason upp úr bókinni sinni Friðbergur forseti.
Börn og unglingar hjartanlega velkomin og hvött til að taka foreldra, ömmu og afa og systkini með.

Kaffi, kökur og safi verða á boðstólnum.

Gunnar Helgason hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í. 

Árni Árnason er að gefa út sína fyrstu skáldsögu og heitir bókin Friðbergur forseti. Bókin er skáldsaga fyrir börn og hefur hlotið mjög góðar viðtökur.