Fara í efni

Hafðu góða samvisku um áramótin

Deila frétt:

Ágætu sumarhúsaeigendur og íbúar í Kjósarhreppi .

 

Nú líður að því að árið 2007 verður afmælt. Rík hefð er fyrir því, hjá okkar þjóð að gera upp það sem útaf stendur fyrir hver áramót. Skrifstofa Kjósarhrepps mun á næstu dögum taka fagnandi öllum þeim sem vilja gera upp sín mál gagnvart sveitarsjóði Kjósarhrepps fyrir áramót. Af  hálfu Kjósarhrepps hefur verið farið mjög mildilega í það verk að innheimta útistandandi gjöld. Við væntum því þess að þátttakendur í rekstri sveitarfélagsins sýni samkennd og geri upp sín gjöld áður en árið verður úti.

 

Sigurbjörn Hjaltason