Fara í efni

Hálka á vegum í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 Mikil hálka er á vegum í Kjósarhreppi. Verktakar er að vinna að því að salta og sanda eins og kostur er,  vegna mikillar hálku gengur verkið seint.  Á þessum tímapunti er ekki hægt að segja til um hvenær helstu vegir verða greiðfærir. Uppfært. kl. 10:50, eins og er er verið að sanda og salta Meðalfellsvegin úr tveimur áttum, reynt verður að byrja á Eyrafjallsvegi eins fljótt og kostur er, upplýsingar um það munu birtast hér um leið og það gerist. Uppfært kl. 11:30,  Byrjað verður að salta Eyrarfjallsvegin um hádegi. Upplýsingar verða uppfærðar hér eins og þær berast okkur frá verktökum. Uppfært kl. 12:20, Búið er að sanda Meðalfellsveg frá Hvalfjarðarvegi að Hjalla, nú er verið að vinna að því að klára upp að Kjósarskarði. Gert er ráð fyrir að fara í Flekkudalsveg að því loknu. Uppfært kl. 14:50, nú er búið að salta/sanda Meðalfellsveg frá Hvalfjarðarvegi uppí Kjósarskarð.  Verið er að byrja á Flekkudalsvegi þegar þessi frétt er uppfærð,  þega því er lokið verður farið í Þorláksstaðaveg, Lækjarbrekku og Harðbalaveg í þessari röð. Uppfært kl: 15:35, búið er að salta/sanda Eyrarfjallsveg frá Hvalfjarðarvegi framhjá Miðdal að Eylífsdal, gert er ráð fyrir að búið verði að fara eina umferð allan hringinn um kl: 16:30. 

 Sveitarstjóri