Fara í efni

Heiðið brúðkaup í Hléseyjarhofi

Deila frétt:

.. og regnboginn birtist
Andlegur leiðtogi heiðinna manna í Kjalarnesgoðorði, Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði og Sigurður Ingólfsson létu gefa sig saman að heiðnum sið, að viðstöddu fjölmenni, í tilefni af silfurbrúðkaupi sínu. Fór athöfnin fram í Hléseyjarhofi þann 23. ágúst sl. Allsherjargoði Ásatrúarfélagsins, Hilmar Örn Hilmarsson, sá um athöfnina ásamt Jónína Kristínu Berg, Þórsnesingagoða. Páll Guðmundson á Húsafelli lék á steinhörpu sína ásamt allsherjargoða og Steindór Andersen kvað rímur.

Kjalnesingagoðorð nær frá Reykjavík og að Borgarfirði og er Hléseyjarhof, sem er lítið hof eða blóthringur, annað tveggja vígðra hofa á landinu

 

Fleiri myndir