Fara í efni

Heiðursfélagi eftir 45 ára starf

Deila frétt:

Nýlega gerðist sá viðburður innan Kvenfélags Kjósarhrepps að ný kona var tekin í hóp heiðursfélaga, en það er regla innan félagsins að heiðra félagskonur þegar þær hafa náð 70 ára.aldri

Á þessu ári var  það Steinunn Þorleifsdóttir á Meðalfelli sem hlotnaðist sá heiður, en

í samfleytt  45 ár hefur Steinunn verið ein af máttarstólpum félagsins. Félagið hefur í gegnum tíðina þjónað sveitungum á ýmsan veg og af margvíslegu tilefni eins og flestir vita, og verið þannig stór partur  af þeim menningarviðburðum sem fram hafa farið í sveitinni í gegnum tíðina.

Á þessum tímamótum vilja félagskonur þakka Steinunni fyrir hennar mikla og óeigingjarna framlag til félagsins, og vænta þess að það megi njóta starfskrafta hennar sem lengst.

 

Myndin er frá afhendingu heiðursskjalsins.

Með Steinunni á myndinni eru stjórnarkonurnar Dóra og Sigurbjörg