Fara í efni

Heilsukvöld í Ásgarði 25. febrúar, kl. 20

Deila frétt:

Miðvikudagskvöldið 25. febrúar verður bókasafnskvöld í Ásgarði með heilsuívafi. 
Ekki veitir af að byggja sig upp eftir flensuna og umhleypingarnar sem herjað hafa á okkur nær látlaust.
Solla á Gló, hinn mikli Kjósar-vinur, kemur og fræðir okkur um almennt hollt mataræði án þess að umturna öllu. Kennir okkur að gera grænan djús og grænan sjeik ásamt því að gefa okkur góðar uppskriftir og smakk.


Flýtum vorinu, hressum okkur við og hugsum um heilsuna.

Sjáumst í Ásgarði miðvikudagskvöldið 25. febrúar, kl. 20