Heitt í Kjós á Kátt í Kjós
Kjartan rekstrarstjóri og Sigríður Klara framkvæmdastjóri voru á fullu að taka til á lagernum og skúra þegar www.kjos.is bar að garði. Allt að verða klárt fyrir helgina, þegar Kjósarveitur bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er og öll rörin fyrir utan).
Húsasmiðjan búin að setja upp sinn bás, Danfoss komnir með tengigrindur, ofnar komnir frá Ofnasmiðju Suðurnesja, tilboð frá BYKO tilbúin. NormX kynnir heita potta og Arion banki með tilboð á framkvæmdalánum. Ísrör verður með til sýnis og sölu tengiskápa á kosta kjörum, svo fátt eitt sé nefnt.
Sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.
Bæði opið laugardag 16. júlí, frá kl. 11-16
og sunnudag 17. júlí, frá kl. 11-16.
Því margir eru uppteknir við eigin viðburð á laugardeginum, geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum, náð sér í góðan díl og fengið svör við vangaveltum sínum.
Nú er bara að drífa sig í heimsókn upp að Möðruvöllum og taka þátt í umræðunni um heitasta verkefnið í Kjósinni um þessar mundir !
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |




