Fara í efni

Héraðsnefndarfulltrúar sækja prófast heim

Deila frétt:

Sigurjón Pétursson fundastj. og Gunnar Kristjánsson prófastur
Héraðsfundur Kjalarnessprófastdæmis var haldinn í Kjósarhreppi miðvikudaginn 12.mars 2008. Alls mættu um 60 fulltrúar til fundarins. Umdæmi prófastsins, Séra Gunnars Kristjánssonar á Reynivöllum nær frá Hvalfjarðarbotni um Kjalarnes, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnafjörð, Reykjanes og Vestmannaeyjar.

Gestirnir hófu dagskrá með að þiggja veitingar heima á Reynivöllum  hjá frú Önnu Höskuldsdóttur og taka þátt í helgihaldi í Reynivallakirkju. Þá var haldið í Félagsgarð þar sem hefðbundin

Guðbrandur Hannesson
Héraðsfundarstörf fóru fram. Formaður sóknarnefndar Reynivallakirkju, Guðbrandur Hannesson flutti gestunum ávarp.