Hernaðarumsvif í Hvalfirði
30.06.2009
Deila frétt:
Færst hefur í vöxt að afkomendur erlenda hermanna leggja leið sína til Íslands. Samkvæmt heimildum hefur Hvalfjörður nokkuð aðdráttarafl í því samhengi. Þó rússneskir hermenn hafi ekki verið á Íslandi á stríðsárunum þá var Hvalfjöður Rússum gríðarlega mikilvægur. Einn aðal tilgangur hernaðarumsvifa bandamanna í Hvalfirði var að og vernda skipalestir sem flutu birgðir til Rússlands, sem þá börðust við Þjóðverja. Þegar Kaldastríðið hófst var þessari samvinnu lítt á lofti haldið. Nú á seinni árum er farið að ræða þessa miklu samvinnu bandamanna og Rússa kinnroðalaust.