Hersetan í Mosfellssveit og á Kjalarnesi árin 1940-1944
Árið 2022 gaf Sögufélag Kjalarnesþings út bókina Hersetan í Mosfellssveit og á Kjalarnesi árin 1940-1944. Höfundur er Friðþór Eydal.
Bókin varpar skemmtilegu ljósi á byggðarþróun í Mosfellssveit og á Kjalarnesi í síðari heimsstyrjöldinni. Hernámið setti mikinn svip á sveitirnar með sinni umfangsmiklu starfsemi og víða má enn má sjá bragga og húsgrunna frá stríðsárunum. Fallbyssustæðin á Kjalarnesi eru enn á sínum stað. Reykjalundur getur beint rakið starfsemi sína til þessa tíma svo aðeins sé minnst á eitt dæmi.
Um er að ræða mjög vandaða harðspjaldabók og er hún prentuð á góðan pappír, alls 144 blaðsíður og með fleiri en 170 ljósmyndir auk uppdrátta.
Okkur [Sögufélag Kjalarnesþings] langar að athuga hvort þið hafi áhuga á að kaupa bókina.
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar er með bókina til sölu á 3.500 kr. auk sendingarkostnaðar. Það er hægt að panta hana með tölvupósti skjalasafn@mos.is eða hringja í Héraðsskjalasafnið í síma 525 6789.