Fara í efni

Hesta- og útivistarmessa og fyrsta skóflustunga að aðstöðuhúsi við Reynivallakirkju

Deila frétt:

Hesta- og útivistarmessa og fyrsta skóflustunga að aðstöðuhúsi við Reynivallakirkju.

ATH vegna aðstæðna í samfélaginu verður messað úti, áægtis veðri er spáð og hægt að tilla sér í brekkuna. 

Hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju sunnudaginn 1. ágúst kl. 14.

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir sálmasöng ásamt kirkjukór Reynivallaprestakalls.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Ritningalestra lesa ritari og gjaldkeri sóknarnefndar Sigrún Finnsdóttir og Regína Hansen.

Formaður framkvæmdarnefndar Finnur Pétursson Káranesi tekur fyrstu skóflustungu að aðstöðuhúsi milli kirkju og kirkjugarðs.
Formaður sóknarnefndar Hulda Þorsteinsdóttir Eilífsdal kynnir lagfæringar á kirkjugarði.

Kaffi, meðlæti og spjall á pallinum við prestssetrið eftir messuna.
Allra sóttvarna verður gætt. 
Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur og sóknarnefnd.

ATH! Gerði er fyrir hesta við hlöðuna neðan við Reynivelli.

Fréttin hefur verið uppfærð.