Fara í efni

Hesta- og útivistarmessa verður í Reynivallakirkju sunnudaginn 31.júlí

Deila frétt:

Má bjóða ykkur til kirkju í Kjósinni um verslunarmannahelgina?

Hin árlega Hesta- og útivistarmessa verður í Reynivallakirkju sunnudaginn 31.júlí kl. 14.

Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga flytur hugleiðingu. 

Maren Barlien organisti leiðir sálmasöng ásamt félögum úr kirkjukór Reynivallaprestakalls.

Kaffi, kleinur og spjall á pallinum við prestssetrið eftir messuna.

Verið velkomin ríðandi, gangandi eða akandi.

Sóknarprestur og sóknarnefnd.

ATH! Gerði er fyrir hesta við hlöðuna neðan við Reynivelli.