Fara í efni

Hestamannafélagið Adam - folaldasýning

Deila frétt:

Jæja, þá er að koma að því. Hin árlega folaldasýning Adams fer fram laugardaginn 23ja þessa mánaðar, í Boganum á Þúfu. Við byrjum kl. 13. Hamborgarar verða á grillinu, heitt á könnunni og kaldur í kistunni. Elli á Hurðarbaki verður í hliðinu, þetta getur ekki klikkað. Okkar litla félag hefur fengið stærsta kynbótadómara landsins til að dæma. Ekkert hálfkák, við tökum svona sýningu alvarlega. Skráning verður auglýst fljótlega. Athugið: Aðeins folöld undan foreldrum fást skráð.

Stjórnin