Fara í efni

Hestamannafélagið Adam komið í LH

Deila frétt:

Hið geysiöfluga en örsmáa og mega magnaða hestamannafélag ADAM í Kjós er komið í LH!

Í tilefni af áfanganum stendur Adam fyrir gleðikvöldi á Kaffi Kjós – langflottustu íveru norðan Alpa, á morgun, miðvikudag, 19 mars,  kl. 20:30.

Sérlegur gestur Adams, sem ekki verður nefndur hér, mun koma gestum skemmtilega á óvart, enda sá bara þekktur fyrir að vera langskemmtilegastur og flottastur.

KJÓSVERJAR og annað skemmtilegt fólk, fjölmennið á Kaffi Kjós á morgun, fagnið með okkur . Tekið verður við skráningu nýrra félaga í Adam á staðnum.

Froðukraninn veður opinn og eitthvað skemmtilegt á skjánum.

 

Sjáumst, hress, kát, glöð en umfram allt óreikul í spori.

Stjórn Adams

 Öll fréttin frá Adam HÉR