Hestamannafélagið ADAM með nýjan fána
01.06.2016
Deila frétt:
Hestamannafélagið
Adam í Kjós
Fyrir fáeinum mánuðum var skipuð fánanefnd í hestamannafélaginu Adam.
Í nefndinni eru Sigurbjörn Magnússon, formaður, Hugrún Þorgeirsdóttir, Sigurþór Gíslason, Sigurbjörg Ólafsdóttir og
Hlíf Sturludóttir.
Þau fengu til liðs við sig lisamanninn Bjarna Þór á Akranesi, auk þess sem Sigríður Ólafsdóttir hefur aðstoðað þau við hönnun á fána/merki félagsins.
Þessi vaski hópur hefur nú skilað niðurstöðu sem er vel frambærileg og félaginu til sóma.
Kjos.is óskar hestamannafélaginu til hamingju með nýja fánann sinn, hann mun taka sig vel út á Landsmóti hestamanna í sumar.
