Hitaveita - mælingarmaður á ferð
Kjósarveitur hafa samið við Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki, að klára forhönnun á dreifikerfi væntanlegrar hitaveitu í sveitinni.
Í gær sunnudag 22. mars, voru þau Sigríður Klara, framkvæmdastjóri hitaveitunnar og Bragi tæknifræðingur frá Stoð á ferð um Kjósina að skoða aðstæður. Sást til þeirra víða um sumarhúsahverfin að mæla og skoða. Bragi mun halda áfram vettvangsathugunum sínum fram á miðvikudag. Ef fólk sér til grunsamlegra ferða þá gæti það verið Bragi, en það er samt alltaf betra að vera viss og því um að gera að slá á þráðinn á hreppsskrifstofuna (s: 566-7100) eða heilsa upp á gestinn til að taka af allan vafa.
Minnum á áhugakönnunina sem er hér inni á síðunni; http://kjos.is/kjosarveitur-ehf-konnun/
Það er mikilvægt að fá einnig svör frá þeim sem hafa ENGAN áhuga á að nýta sér hitaveitu, það hefur áhrif á útreikninga á sverleika lagna og ákvörðun á umfangi dreifikerfisins.
Svörun er komin upp í 66% hjá lögheimilum/lögbýlum og 45% hjá sumarhúsa- og lóðareigendum. Könnunin verður opin til loka mars mánaðar.
![]() |
|
