Fara í efni

Hitaveita og ljósleiðari - staða mála

Deila frétt:

Tillögur að lagnaleiðum ásamt framlegðarútreikningum á þeim, verða tilbúnar í lok maí og í kjölfarið verður hægt að kynna fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum hver kostnaður verður í raun og veru á lagningu hitaveitu um Kjósina.

Opinn kynningarfundur verður strax í byrjun júní, nánar auglýst síðar.

Könnun á áhuga á hitaveitu og ljósleiðara hefur nú verið í gangi í nær tvo mánuði. Svörun er komin upp í 78% hjá lögbýlum en ekki nema 55% hjá sumarhúsaeigendum, þrátt fyrir útsent kynningarbréf með öllum fasteignaseðlum, fréttum inn á kjos.is, samvinnu við sumarhúsafélögin og símhringingar. Könnunin verður opin til loka apríl og mikilvægt að fá viðbrögð frá fleirum. Nokkuð er um að samviskusömustu aðilarnir séu að svara könnuninni aftur, sem er í góðu lagi. Svörin eru tengd hverri fasteign fyrir sig og því engin hætta á ofskráningu. Betra að svara oftar en aldrei. Einnig er hægt að hringja í Sigríði Klöru á skrifstofu hreppsins ef eitthvað er óljóst eða nánari upplýsinga er þörf. Eins og áður hefur komið fram er áhuginn stórt þáttur í vinnu við gerð verðskrár, því fleiri sem taka þátt því lægri verður kostnaðurinn.

 

Varðandi ljósleiðara þá er nýkomin út skýrsla varðandi landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða Ísland ljóstengt . Vinnan við þá skýrslu nýtist okkur vel hér í Kjósinni.

 

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri
Smelltu á meira... til að sjá fleiri niðurstöður