Fara í efni

Hjartastuðtæki komið í stálkassa utan á Ásgarð

Deila frétt:
Karl Magnús, sveitarstjóri sýnir hvar hjartastuðtækið er staðsett.
Karl Magnús, sveitarstjóri sýnir hvar hjartastuðtækið er staðsett.

Hjartastuðtæki sem Kvenfélag Kjósarhrepps gaf Kjósarhreppi er komið í upphitaðan stálkassa utan á Ásgarð.

Kassinn er staðsettur á vestur hlið sem snýr að Veiðihúsinu undir útidyraljósi sem alltaf er látið loga. Þarna er gott aðgengi fyrir bíla að komast að.

Staðsetning var valin í samvinnu við Adam björgunarsveitarmann frá Káranesi og Jón Smára rafvirkja frá Káranesi.
Búið er að yfirfara tækið, endurnýja rafhlöður og verður hnitsetning þess send til viðbragðsaðila.

Kvenfélagið gaf sveitarfélaginu 2 hjartastuðtæki árið 2016 og er hitt staðsett á Kaffi Kjós.

Stjórnsýsluhús sveitarfélagsins, Ásgarður, er þá orðið vel að tækjum og tólum búið, því Ásgarður er einnig skráður sem fjöldahjálparstöð með tilheyrandi búnaði. 

Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum. Í fjöldahjálparstöðvum eru þolendum náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða boðið öruggt skjól, og helstu nauðsynjar.

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins eru almennt í skólum, félagsheimilum eða samkomuhúsum (sjá lista) og er þar tekið á móti þeim sem þurfa að yfirgefa heimili eða vinnustað eða fyrir þá sem eru á ferðinni þar sem hætta getur skapast og því mikilvægt að vita hvar næsta fjöldahjálparstöð er.