Fara í efni

Hópreið – Keppni.

Deila frétt:

!!!! ath !!!!  Skráningarfrestur rennur út á miðvikudagskvöld...

 

Jæja, þá er hrossapestin að mestu að baki og flestir áhugasamir hestamenn farnir að ríða út í blíðunni. Hestamannafélagið Adam hefur ákveðið að standa fyrir hópreið líkt og gert var í fyrra. Þó með aðeins öðru sniði þar sem hross eru almennt ekki í mikilli þjálfun.  Hópreiðin verður nú farin frá Laxárnesi, laugardaginn 7. ágúst, mæting kl. 14.  Riðin verður góður hringur upp með Laxá, og til baka aftur og snæddur gómsætur grillmatur á eftir.  Adam hvetur sem flesta til að vera með en verði er mjög stillt í hóf eða kr. 1500 á mann. Innifalið er matur og gos – þeir sem vilja skola steikinni niður með öðru gera viðeigandi ráðstafanir. Þátttöku verður að tilkynna eigi síðar en 2 ágúst – það má ekki klikka. Tekið er á móti greiðslu á staðnum – seðlar eingöngu! Þátttaka tilkynnist með pósti á petur@emax.iseða bjossi@icelandic-horses.isnú eða með símtali eða SMS í 895-7745 eða 893-1791

 

Þá er fyrirhugað að halda gæðingakeppni hinn 21 ágúst n.k. Sú keppni verður auglýst nánar síðar, en nú er um að gera að fara að brýna gæðingana fyrir átökin.

 

Sjáumst hress

Stjórn Adams