Fara í efni

Hraðahindranir á Meðalfellsvegi

Deila frétt:

Hraðahindranir verða settar upp á Meðalfellsvegi í næstu viku. Settir verða tveir blómapottar sitt hvoru megin við sumarhúsahverfið til að draga úr umferðarhraða en þó að hámarkshraði sé aðeins 50 km/klst þá er margir sem virða ekki það hámark. Sumarhúsaeigendur og íbúar við Meðalfellsveg hafa haft verulegar áhyggjur af auknum umferðarhraða og þá meðal annars vegna umferðarþunga, hve stutt er milli  vegar og húsa, lítil svæði fyrir bílastæði, þéttleiki byggðar og fjölda fólks á ferð yfir sumartímann. Ef alvarlegt slys verður er ekki aftur snúið.

Kjósarhreppur í samvinnu við Vegagerðina hafa ákveðið að setja upp þessi blómaker, Þau verða sett upp núna og höfð fram á haust og málið þá endurskoðað. Ef vel gengur er markmiðið að kerin verði sett á veginn að vori og tekin burt að hausti.