Fara í efni

Hreiðar heimski á tölvutæku

Deila frétt:

Námsmenn í Kjósarhreppi hafa undanfarin tvö sumur setið sveittir í sumarleyfum sínum við að endurskrifa Hreiðar heimska á tölvutækt form. En Hreiðar heimski er blað sem Ungmennafélagið Drengur í Kjósarhreppi gaf út á fyrri hluta 20 aldar.

Ekki er verkinu alveg lokið en komnar eru um 200 síður.  Taka skal fram að verkið er óendurskoðað og geta bæði verið stafsetningar - og málfarsvillur en það er verið að fara yfir  og verður síðan birt aftur leiðrétt. Ef einhverjir eru áhugasamir geta þeir skoðað blaðið HÉR og lesið.