Fara í efni

Hreinsað til styrktar ferðasjóði

Deila frétt:

10. bekkur Klébergsskóla Kjalarnesi hyggst bregða sér í útskriftarferð til Kaupmannahafnar.  Þar á til dæmis að skoða Tívolí, Kristjaníu, Dyrehaven og grunnskóla í Hörsholm. Vel hefur gengið að safna í sjóð og er hópurinn, sem samanstendur af 12 nemendum, tveim kennurum og tveim foreldrum að verða ferðbúinn.  Þrír nemenda koma úr Kjósinni, en hinir af Kjalarnesinu, Myndin hér að ofan er tekin af hópnum eftir síðasta verkefni, sem var að hreinsa umhverfið í kringum  gámasvæði Kjósverja.