Fara í efni

Hreinsunarátak í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps  beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fasteignaeigenda og íbúa í Kjósarhreppi að standa fyrir hreinsundarátaki dagana 10. til 13. júní næstkomandi.  

Fasteignaeigendur og íbúar eru hvattir til að tína allt rusl á víðavangi í Kjósinni en nú er nokkuð um að rusl í sveitarfélaginu sé fjúkandi til og frá.  Tína má bændafánana (rúlluplast) af girðingum og fjarlægja má gamlar og ónýtar heyrúllur.  Ýmislegt ónýtt drasl má fjarlægja úr ásýnd gestkomenda og koma því á ruslaplan (gámaplanið).   Það yrði einnig til þess að fegra ásýnd Kjósarhrepps ef fasteignaeigendur og íbúar myndu einnig nota tækifærið þessa daga til að dytta að eignum sínum.

 

Við í Kjósarhreppi stefnum í sameiningu að því hafa sveitina okkar hreina og snyrtilega  fyrir þjóðhátíðardaginn,  17. júní.                                           

 

Vegna hreinsunarátaksins verður gámaplanið opið aukalega á mánudeginum 13. júní,  frá kl 14:00-16:00.   Að sjálfsögðu þarf ekki að mynna á að flokka ruslið rétt.

 

Hreinsunarátakinu lýkur með viðburði við Ásgarð næstkomandi mánudag kl. 16:00 en þar mun Kjósarhreppur bjóða uppá hamborgara og meðlæti að hætti „Tuddans“