Hreppsnefnd hefur borist mótmælabréf
06.09.2007
Deila frétt:
Sveitarstjórn Kjósarhrepps Harðbala 4. September 2007
Ásgarði
270 Kjós
Efni :Mótmæli eigenda búgarðalóða í Harðbalahverfi
Vegna bókunar í fundargerð hreppsnefnar Kjósarhrepps frá 2.8.2007, “ 2. Frístundalóð hreppsins á Harðbala: Oddviti lagði fram drög að tillögu að leigusamningi fyrir lóðina og samkomulag um vegtengingu.” viljum við taka fram:
Þegar við keyptum lóðir okkar fengum við þær upplýsingar um að leigutími á sumarhúsalóð á svonefndu sameiginlegu svæði í flæðarmálinu væri takmarkaður (25 ár) og yrði ekki endurnýjaður.
Að framlengja leigutímann er brot á munnlegu samkomulagi við okkur.
