Fara í efni

Hreppsnefnd krefst efnda

Deila frétt:

Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir alvarlegar athugasemd við að enn og aftur sé endurbætur á veginum um Kjósarskarð ýtt til hliðar, nú  í samgönguáætlun 2009-2010. Alls ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum í áætluninni. Hreppsnefnd krefst þess að staðið verði við fyrirheit um vegabætur sem barist hefur verið fyrir um áraraðir og bendir á að verkið sé þegar tilbúið til útboðs og að fjármunir hafi verið eyrnamerktir framkvæmdinni um margra ára skeið.

 

Þetta kemur fram í bókun hreppsnefndar á fundi nefndarinnar 6. maí.

Tilefni bókunarinnar er að nefndin fékk samgönguáætlunina til umsagnar en hún hefur verið lögð fram á Alþingi og er þar til umfjöllunar.

 

Eftirfarandi greinargerð fylgir bókuninni: