Hreppsnefnd metur frummatskýrslu ófullnægjandi
Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur gefið umsögn sína varðandi frummatsskýrslu vegna efnistöku af botni Hvalfjarðar. Í niðurlagi umsagnarinnar kemur eftirfarandi fram:
Það er mat hreppsnefndar Kjósarhrepps að frummatskýrslan um efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði sé ófullnægjandi og uppfylli ekki kröfur um gerð slíkrar skýrslu, sérstaklega m.t.t. efnisflutninga úr fjörum í efnistökuholur rétt utan fjöruborðs sem leiði til lækkaðs fjöruborðs og aukinn ágangs sjávar á landið með stórauknu landbroti. Þar sem ekki er tekið tillit til þessa þáttar í öldufarskafla skýrslunnar, er hann algjörlega ófullnægjandi.
Skýrslan varpar ekki ljósi á þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem framkvæmdin kann að hafa á fjörur og ágang sjávar og samspil einstakra þátta.
Þá telur hreppsnefnd Kjósarhrepps að draga megi úr umhverfisáhrifum efnistökunnar með því heimila ekki uppdælingu nær landi en sem nemur eitt þúsund metrum
Það er álit hreppsnefndar Kjósarhrepps að ef leyfi til framkvæmda verði gefið út, sem byggir á niðurstöðum skýrslunnar, muni fylgja framkvæmdinni veruleg óafturkræf umhverfisáhrif.
Smellið HÉR til að lesa alla umsögnina