Fara í efni

Hreppsnefnd skorar á iðnaðarráðherra

Deila frétt:

Á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps í gær kom fram að bráðarbyrðarleyfi Björgunar til uppdælingar í Hvalfirði væri útrunnið og væri því uppdæling hætt. Jafnframt að  Björgun hefur sótt um framlengingu á einhverjum hluta leyfisins, en það var skilyrt að nýtt leyfi verði ekki gefið út nema að undangengnu umhverfismati sem nú er í vinnslu.

Af þessu tilefni var eftirfarandi samþykkt gerð:

 

 “Hreppsnefnd Kjósarhrepps fagnar að áratuga langri baráttu, fyrir stöðvun efnistöku í Hvalfirði hefur borið árangur. Þá skorar nefndin á iðnaðarráðherra að framlengja ekki bráðarbyrðarleyfinu fyrir efnistöku í Hvalfirði, heldur  bíða niðurstöðu umhverfismats.”