Hugmyndabanki-sendið okkur þína hugmynd.
16.03.2012
Deila frétt:
Búið er að setja upp hugmyndabanka á síðuna og þar geta íbúar hreppsins tjáð sig um hvað mætti betur fara í sveitarfélaginu. Hvernig er fjármunum sveitarfélagsins best varið.
Ef þið hafið frábæra hugmynd endilega klikkið á flipann Hugmyndabanki, skrifið niður og sendið. Ekki kemur fram hver sendandi er en alltaf er skemmtilegra að viðkomandi skrifi undir. Allt sem skrifað er í hugmyndabankann sendist síðan á netfang skrifstofunnar til úrvinnslu.
Hugmyndirnar verða síðan settar á síðuna til upplýsinga.