Fara í efni

Hvammsvík til umfjöllunar í Borgarráði

Deila frétt:

 Á fundi Borgarráðs 19. júní sl. var lögð fram tillaga forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á jörðunum Hvammi og Hvammsvík í Kjósarhreppi, ásamt greinargerð, sem samþykkt var á fundi stjórnar Orkuveitunnar 18. apríl sl.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar lögðu  fram eftirfarandi spursmál:

Orkuveita Reykjavíkur er einn stærsti eigandi og vörsluaðili lands í lögsögu Reykjavíkur og nágrennis. Í tíð Reykjavíkurlistans keypti Orkuveitan margar jarðir vegna jarðhitanýtingar og mótaði þá stefnu að landið nýttist til útivistar fyrir almenning samhliða orkuvinnslu fyrirtækisins. Sem dæmi um jarðir og svæði sem Orkuveitan á eða hefur umsjón með og nýtist til útivistar fyrir almenning auk Hvammsvíkur má nefna Nesjavelli, Urriðavatn, Úlfljótsvatn, stóran hluta Hellisheiðar, Heiðmörk og Öskjuhlíð. Reynslan af samnýtingu orkuvinnslu og útivist fyrir almenning hefur reynst vel og því eru lagðar fram eftirfarandi spurningar: