Fara í efni

Hvítasunnudagur, 9. júní. Göngumessa og aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar

Deila frétt:
Reynivallakirkja Kjósarhreppi
Reynivallakirkja Kjósarhreppi

Sameiginleg Göngumessa fyrir Reynivalla- og Brautarholtssóknir.

Hvítasunnudag kl. 14:00 að Reynivöllum.

Gengið verður frá Reynivallakirkju að kirkjugarði þar sem teikningar af væntanlegu þjónustuhúsi verða til sýnis.

Þá liggur leiðin inn á Kirkjustíginn og austur með Reynivallahálsi í átt að Gíslagötu.

Þaðan niður að Laxá og gengið með ánni til móts við Reynivelli.

Íhugunarstopp í anda pílagrímagangna verða á leiðinni og kaffi að göngu lokinni á pallinum við prestssetrið.

Gangan er létt og hentar öllum aldri.

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti og Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiða söng.

Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur og sóknarnefnd 

Arna Grétarsdóttir
Sóknarprestur Reynivallaprestakalls

Að loknu kaffispjalli verður aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar.

Fundarboð: Aðalsafnaðarfundur Reynivallasókna
 

Hér með boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar í Reynivallakirkju, hvítasunnudag 9. júní að göngumessu og kaffi loknu.

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar. 

      Aðstöðuhús sem mun rísa við Reynivallakirkjugarð.

5. Kosning tveggja skoðunarmanna/endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.

6. Kosning sóknarnefndar. 
      Tveir aðalmenn: Sigríður Klara og Unnur, hafa lokið 4 ára setu tímabili og tveir varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir og Finnur Pétursson. 

Sigríður Klara og Finnur hafa ákveðið að gefa kost á sér áfram til næstu 4ra ára. 
Áhugasamir hvattir til að hafa samband við sr. Örnu sóknarprest.

7. Kosning kjörnefndar Reynivallasóknar. 

8. Önnur mál 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri og Hulda Þorsteinsdóttir ritari.

Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Finnur Pétursson og Sigurþór Ingi Sigurðsson

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur