Fara í efni

Íbúafundur í Félagsgarði

Deila frétt:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps boðar til íbúafundar í Félagsgarði fimmtudaginn 30. maí nk. og hefst fundurinn klukkan 17:00

Dagskrá fundarins:

Ársreikningur Kjósarhrepps 2023, Friðrik Einarsson endurskoðandi KPMG fer yfir ársreikninginn og svarar fyrirspurnum.

Kjósarveitur, framkvæmdir og fleira, Pétur Guðjónsson, formaður stjórnar Kjósarveitna fer yfir málefni veitunnar og svarar fyrirspurnum.

Úrgangsmál í Kjósarhreppi, Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri fer yfir stöðuna í úrgangsmálum og svarar fyrirspurnum ásamt sveitarstjórn.

Allir íbúar og sumarhúsaeigendur velkomnir, heitt á könnunni.

Sveitarstjórn