Íbúafundur um hitaveitumál

Stjórn Kjósarveitna minnir á fund með
íbúum Kjósarhrepps varðandi hitaveitumál,
í Félagsgarði í kvöld,
miðvikudagskvöld 13. apríl, kl. 20:00.
Fundarboð áður sent með tölvupósti til íbúa sem eru nettengdir, sl. föstudag og keyrt út sl. laugardag til hinna.
Þeir íbúar sem ekki fengu tölvupóst eru beðnir um að hafa sambandi við skrifstofuna, s: 566-7100.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim íbúum sem eru á fyrirhuguðu hitaveitusvæði Kjósarveitna og njóta niðurgreiðslna á rafmagni til húshitunar.
Dagskrá fundarins:
1. Staðan á verkefninu. Þátttaka og verkplan kynnt.
2. Nýr rekstrarstjóri, Kjartan Ólafsson kynnir sig.
3. Ljósleiðari. Aðilar frá Gagnaveitu Reykjavíkur koma og kynna þjónustuna.
4. Niðurgreiðslur. Kynning og umræða.
5. Gjaldskrá og greiðsla heimæðargjalds (tengigjalds).
Kynning og umræða. Framkvæmdalán á sérkjörum hjá Arion banka kynnt.
6. Samningur við landeigendur varðandi lögn stofnæðar í gegnum land þeirra. Kynning og umræða.
7. Tengingar útihúsa og frágangur á affalli.
Stjórn Kjósarveitna