Fara í efni

Íbúar Kjósarhrepps þakka fyrir sig, mörg þúsund þakkir

Deila frétt:

 

Opni dagurinn “Kátt í Kjós” tókst með miklum ágætum. Stöðugur straumur gesta var inn í sveitina og skiptu þeir þúsundum. Gestir gerðu góðan róm af þessu framtaki íbúa Kjósarhrepps og vildu að þetta yrði gert að árlegum viðburði.

Það sem er efst í huga íbúanna, nú að þessu afloknu er mikið þakklæti til þeirra þúsunda gesta sem komu í hreppinn og  hversu jákvæðir og yndislegir þeir voru.

Þegar hafa borist þakkarbréf, sem verða væntanlega birt hér á vefnum. Þá er óskað eftir að sendar verði inn góðar myndir frá deginum sem hægt er að birta á síðunni.