Ingólfur Guðnason í Eyjum fallinn frá
Ingólfur Guðnason fæddist 27. október 1919. Foreldrar hans voru Guðni Guðnason og Guðrún Hansdóttir bændur í Eyjum I eða í Vesturbænum eins og hann oft er kallaður. Ingólfur bjó fyrst með föður sínum að Eyjum. Árið 1950 kvæntist hann Helgu Önnu Pálsdóttir sem áður hafði eftirnafnið Wiggert í fæðingarlandi sínu, Þýskalandi.
Ingólfur og Helga eignuðust 7 börn. Þar á meðal eru: Páll núverandi bóndi í Eyjum, Hermann á Hjalla og Anna, en þau þrjú eru búsett í Kjósinni. Þá eru Guðrún og Valborg á meðal lifanda en Guðni er látinn og litla dóttur að nafni Anna Pálína misstu þau af slysförum er aurskriða féll á íbúðarhúsið á Hjalla, þar sem hún dvaldi vegna barnsburðar móður sinnar í Reykjavík.
Ingólfur var hógvær og hæglátur maður sem kom sé hvarvetna vel. Hann var skyldurækinn og sinnti verkefnum lífs síns af alúð hvort sem var uppeldi á stórum barnahópi eða störfum bóndans. Honum var einkar tamt að haldi friði við Guð og menn og fátt virtist geta komið honum úr andlegu jafnvægi.
Nú við leiðarlok Ingólfs er Kjósverjum efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta gæsku hans. Afkomendum hans er send samúðarkveðja vegna fráfalls Ingólfs.
Jarðarförin fer fram frá Reynivallakirkju laugardaginn 10. desember kl. 14.00.
Boðið er til erfi í Félagsgarði að athöfn lokinni.
sh