Fara í efni

Innbrotið enn óupplýst

Deila frétt:

Ekki hefur enn tekist að upplýsa innbrotið á hreppsskrifstofur Kjósarhrepps um jólin. Tölvum hreppsins var stolið í innbrotinu sem höfðu að geyma bókhald sveitarsjóðs ásamt ýmsum gögnum sem tilheyra rekstri hreppsins ásamt gögnum byggingarfulltrúa. Engar tilkynninga hafa borist um önnur innbrot í hreppnum. Athygli hefur vakið að það virðist ekki hafa verið tilgangur innbrotsins að taka það sem verðmætast var og auðveldast  að koma í verð. Grunsemdir hafa vaknað um að tilgangurinn hafi verið komast yfir gögnin sjálf og valda sveitarfélaginu með þeim hætti óþægindum.

Enn sem fyrr er skorað á alla þá, sem geta gefið vísbendingar um hvar gögnin eru niður komin, gefi sig fram. Gögnin innihalda viðkvæmar upplýsingar er varða ýmis mál einstaklinga og sveitarfélagsins.