Innheimta sveitarsjóðs
26.09.2007
Deila frétt:
Ágætur árangur hefur náðst í innheimtu útistandandi gjalda sveitarsjóðs Kjósarhrepps. Ekki hefur enn verið samið við innheimtufyrirtæki til að sjá um innheimtur, heldur hefur innheimtan farið fram frá skrifstofu hreppsins. Innheimtuátak fer fram með reglulegu millibili, það síðasta í júní sl. Öllum þeim sem voru í vanskilum þá var skrifað persónulegt bréf með greiðsluáskorun. Fyrir dyrum stendur að hafa samband við þá sem enn skulda gjöld frá 2006 og þaðan af eldri.