Írafellsmóri verndari "Kátt í Kjós"!
12.07.2007
Deila frétt:
Einn frægasti draugur landsins er Írafellsmóri. Sagt er að hann hafi verið vakinn upp úr hálfdauðum dreng sem varð úti á milli bæja. Vegna þess var hann frekur til matar og vista. Draugurinn var sendur að Möðruvöllum til að ásækja Kort nokkurn Björnsson og sagt að hann myndi fylgja ætt hans í níu liði. Hann fylgdi svo syni hans að Írafelli þaðan sem hann ber nafn sitt.
Margir eru komnir af Kortsætt, þar á meðal er Björn Bjarnarson Dómsmálaráðherra, en sumir segja að Írafellsmóri hafi farið með Pétri frænda hans til Rússlands til sendiherrastarfa og þaðan sendur til Síberíu, og ekki spurtst til hans síðan. Flestir Kjósaringar eru af Kortsætt.