Fara í efni

Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum

Deila frétt:

Þetta er annað árið sem þessi keppni fer fram, en í fyrra gerði hún stormandi lukku og það var stöðugur straumur fólks eftir mótið að skoða listaverkin.

Keppnin fer fram á Laxárnestúninu neðan við Félagsgarð og hefst kl.13.30 og stendur til 15.30.  Bestu rúllurnar verða síðan valdar kl. 16 og nöfn vinningshafa birt á kjos.is

Keppendum verður skipt upp í 2 flokka, það er að segja 16 ára og yngri og 16 og eldri.

Hver keppandi fær eina rúllu að vali til að skreyta, málningasprey verður á staðnum til afnota, en gott væri að þeir sem ætluðu að taka þátt hefðu með sér spray eða annað efni til  að auka fjölbreytnina í skreytingunum.

Skráning fer fram á staðnum en þátttakendur skrá nöfn sín og símanúmer á blað og fá númer sem þeir auðkenna sína heyrúllu með.

Gaman væri að sjá alvöru og hámenntaða listamenn koma og spreyta sig á rúllunum

Umsjón hafa Jóna og Kristín í Miðbúð, jonathors@simnet.is