Fara í efni

Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Á Laxárnestúninu, milli kl:12:og 16:30, neðan Félagsgarð gefst áhugasömum að taka þátt í keppni um að skreyta plastaðar heyrúllur með frjálsri aðferð á laugardag, 18. júlí. Ekki  má gata rúllurnar. Verslunin Poulsen leggur til málingu á spreybrúsum en verslunin er með fjölbreytt úrval af landbúnaðarvörum og er uppáhaldsverslun hvers bónda.

Hver þátttakandi fær eina rúllu til að skreyta að eigin vilja. Þátttakendur fá málingarsprey en geta líka komið með sína eigin liti eða annað efni til skreytingar Skráning fer fram á staðnum þannig að þátttakendur skrá nöfn sín á þátttökublað og fá úthlutað númeri sem þurfa að auðkenna viðkomandi heyrúllu. Best skreyttu rúllurnar verða síðan valdar kl: 17:00 og nöfn vinningshafa birt á kjos.is. Dómarar verða Þorlákur Morthens-Tolli, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Óskar Páll Sveinsson.

 

Umsjón Jóna og Kristín  email jonathors@simnet.is