Íslandsmeistaramót Poulsen í heyrúlluskreytingum á Kátt í Kjós
15.07.2009
Deila frétt:
Hver þátttakandi fær eina rúllu til að skreyta að eigin vilja. Þátttakendur fá málingarsprey en geta líka komið með sína eigin liti eða annað efni til skreytingar Skráning fer fram á staðnum þannig að þátttakendur skrá nöfn sín á þátttökublað og fá úthlutað númeri sem þurfa að auðkenna viðkomandi heyrúllu. Best skreyttu rúllurnar verða síðan valdar kl: 17:00 og nöfn vinningshafa birt á kjos.is. Dómarar verða Þorlákur Morthens-Tolli, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Óskar Páll Sveinsson.
Umsjón Jóna og Kristín email jonathors@simnet.is
Á Laxárnestúninu, milli kl:12:og 16:30, neðan Félagsgarð gefst áhugasömum að taka þátt í keppni um að skreyta plastaðar heyrúllur með frjálsri aðferð á laugardag, 18. júlí. Ekki má gata rúllurnar. Verslunin Poulsen leggur til málingu á spreybrúsum en verslunin er með fjölbreytt úrval af landbúnaðarvörum og er uppáhaldsverslun hvers bónda.