Fara í efni

Íslandsmeistari í Poulsen heyrúlluskreytingakeppninni valinn

Deila frétt:

Dómnefnd hefur skilað niðurstöðu sinni í vali á best skreyttu heyrúllunum á Íslandsmeistaramóti Poulsen í heyrúlluskreytingum sem fram fór á Kátt í Kjós 18. júlí. 150 tóku þátt.

 

Niðurstaða og rökstuðningur dómnefndar er eftirfarandi;

 

Fyrsta sæti er rúlla númer 33.

Rúllan mjög vel nýtt. Litirnir fallegir og sterkir. Flott og töff „graff“.

Gerandi; Benedikt Andrason, Íslandsmeistari

Verlaun: Kjöt-og matarkarfa frá Matarbúrinu á Hálsi

 

 

 

Annað sæti er rúlla númer 37

Flott vinna þar sem laufblöð og gras og annað sem óx við rúlluna er notað sem skapalón. Frumleg og falleg rúlla.

Gerandi: Hjalti Þorkelsson

Verðlaun: Gisting fyrir tvo í eina nótt hjá Ferðaþjónustunni í Eyrarkoti

 

 

Þriðja sæti er rúlla númer 84

Flottar útlínur teikninganna. Hvíta plastið notað í grafískan „contrast“ við teikninguna. Húmor og gleði.

Gerandi: Dagbjört Pétursdóttir

Verlaun: Mjólkur-og matarkarfa frá Mjólku.