Fara í efni

Járnhrúgald í óskilum

Deila frétt:

Ábending barst til skrifstofu Kjósarhrepps í tengslum við brotajárnssöfnunina, sem fram fór á dögunum að dagað hefur uppi járnhrúgald í vegkanti utan við Vindás og hvort ekki væri hægt að taka það með í söfnunina. Í vetfangsferð á staðinn kom í ljós að um var að ræða eign Búnaðarfélags Kjósarhrepps og er valtari virtur á kr. 4 þúsund nýkróna í reikningum félagsins. Hér með er skorað á þann sem skildi tækið eftir eða er málið skylt, á þessum óhentuga stað að koma því örugga vörslu svo verðmæti þess  glatist ekki,