Fara í efni

Jarpur hestur í óskilum

Deila frétt:

Jarpur hestur er í óskilum á Felli í Kjós. Hesturinn er jarpur, spakur án sérstakra einkenna og án nokkurra merkinga. Kom hann að Felli sl. vor og var hann þá slasaður á fæti og virtist sem hann hefði verið á útigjöf síðastliðinn vetur og var hann  í góðum holdum.

Þeir sem telja sig þekkja hestinn eða óska eftir frekari upplýsingum um hann eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Gunnar Leó í síma 893-2203