Fara í efni

Jökull Kroppsson sigraði

Deila frétt:

Hrútasýning fjárræktarfélagsins Kjós var haldin á Kiðafelli þann 4. október. Jafnframt fór fram ómmælingar á gimbrum. Greinilegar framfarir voru mælanlegar hjá þeim bændum, sem hafa skipulega valið ásetningsgimbrar með aðstoð niðurstaðna á ómmælingum á þykkt bakvöðva. Við röðun lambhrúta raðaðist hrútur frá Kiðafelli, undan Kveik, í efsta sætið með 85,5 stig og svo lamb frá Miðdal og svo annað frá Kiðafelli.

Í flokki veturgamalla hrúta reyndist hrúturinn Jökull frá Miðdal, undan sæðingshrútnum Kropp, hlutskarpastur og hlaut því hinn eftirsótta verlaunaskjöld eftir Ríkharð Jónsson. Jökull er í eigu Guðmundar og Svanborgu í Miðdal.

Þá var sérstaklega veitt verlaun fyrir besta mislita lambhrútinn en hann reyndist vera frá Hraðastöðum. Nokkur áhugi hefur vaknað á meðal sauðfjáreigenda að viðhalda litaafbrigðum íslenska sauðfjársstofnins. Að sögn bænda sem leyfi hafa til að selja líflömb hefur eftirspurn eftir mislitu fé aukist mikið. Að þeirra sögn færist það í vöxt að æ fleiri hefji tónstundabúskap til að verða sé nógir með dilkakjöt.