Jólamarkaður helgina 8. og 9. desember
15.11.2007
Deila frétt:
Helgina 8. og 9. desember verður jólamarkaður í Félagsgarði í tengslum við sölu jólatrjáa á Fossá og í Brynjudal, og stendur frá kl. 13.00 til 18.00 báða dagana
Ýmsar vörur úr sveitinni verða í boði, prjónavörur, handverk, nýtt hangi- og nautakjöt, fiskur frá Heiðabæ og fleira.
Alma og Freyja kynna og árita bókina Postulín á laugadeginum
Kvenfélag Kjósarhrepps verður með veitingasölu.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í markaðinum eru beðnir að hafa samband við Steinunni í síma 5616521eða á netfangið Steinkah@emax.is.