Fara í efni

Jólamarkaður verður í Félagsgarði í Kjós helgina 6. og 7. desember.

Deila frétt:

Frá jólamarkaði 2007
Meðal þess sem verður í boði er;  hangikjöt, nautakjöt, fiskur úr Þingvallavatni, sultur, jólasmákökur  handgert konfekt., alvöru handprjónaður fatnaður; peysur, sokkar,vettlingar svo og töskur, belti, treflar og fleiri nytjahlutir unnir úr leðri, ull, silki,roði, skinni og beini.

Handgerð jóla-og gjafakort og ótal margt fleira. Mikið af vörunum eru úr Kjósinni sjálfri og er hægt að gera hagfelld innkaup fyrir jólin.

Kvenfélagið verður veitingasölu. Markaðurinn verður opinn frá 13-17 báða daganna