Fara í efni

Jólaskógurinn í Brynjudal

Deila frétt:

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti skipulögðum hópum sem efna til ferða í jólatrjáaskóginn í Brynjudal.  Árlega hefur verið tekið á móti fleiri þúsund gestum og mörgum finnst heimsókn í jólaskóginn í Brynjudal vera orðinn ómissandi þáttur í jólahaldinu.

Bókanir:
Tekið er á móti hópum síðasta sunnudag í nóvember og allar helgar fyrir jól í desember.  Athugið að bókaður tími er áætlaður komutími í Brynjudal. Mikilvægt er að hver hópur haldi hópinn og komi saman á umsömdum tíma!!

 

 

Veitingar og skemmtun:
Skógræktarfélagið hefur boðið upp á að útvega veitingar og jólasveina ef þess er óskað. Hópar geta valið annað hvort veitingar eða jólasveina eða bæði, en einnig er hópum frjálst að koma sjálfir með veitingar og skemmtiatriði. Nánari upplýsingar í síma: 551-8150 eða á netfangið skog@skog.is .