Jólastemming í Kjósinni um helgina 6. og 7. desember
Mikið stendur til í Kjósinni helgina 6. og 7. desember. Jólatrésalan á Fossá og í Brynjudal verður í algleymingi. Mjög vinsælt er orðið að einstaklingar og hópar leggi leið sína inn í Hvalfjörð og velji sér og höggvi það tré sem þeim líka best á. Í mörgum fjölskyldum er þetta orðinn árviss atburður og er einn stærsti viðburðurinn í aðdraganda jóla hjá fjölda fólks. Skógræktarfélög hafa verið iðin við að planta út svokölluðum jólatrjám og er svo komið að íslensk framleiðsla á ekki langt í að uppfylla innlendum þörfum, sem kemur sér vel nú.
Í Félagsgarði verður heimafólk með vinsæla jólamarkaðinn þar sem vörur verða boðnar sem tengjast Kjósinni. Meðal þess sem verður í boði er; hangikjöt, nautakjöt, fiskur úr Þingvallavatni, sultur, jólasmákökur handgert konfekt., alvöru handprjónaður fatnaður; peysur, sokkar,vettlingar svo og töskur, belti, treflar og fleiri nytjahlutir unnir úr leðri, ull, silki,roði, skinni og beini.Handgerð jóla-og gjafakort og ótal margt fleira.
Kvenfélagið verður með heitt kakó og annað góðgæti á boðstólnum.. Markaðurinn verður opinn frá 13-17 báða daganna.
Á Þúfu verðu hestamannafélagið Adam með sína árlega folaldasýningu frá kl. 13.00 á laugadeginum