Jólatónleikar á Klébergi
23.11.2008
Deila frétt:
Árlegir jólatónleikar Tónlistarskólans á Klébergi verða haldnir laugardaginn 6. desember nk. Þar munu nemendur skólans leika og syngja lög í anda jólanna auk þess sem kór Klébergsskóla syngur nokkur lög undir stjórn nýs kórstjóra, Vilborgar Þórhallsdóttur. Tónleikarnir verða haldnir í sal Klébergsskóla og hefjast kl. 10. Gert er ráð fyrir að þeir standi í um klukkustund. Allir eru velkomnir.
Skólastjóri