Jólatréskemmtun verður í Félagsgarði 27. desember
18.12.2009
Deila frétt:
Jólatréskemmtun verður í Félagsgarði sunnudaginn 27. desember sem hefst kl.15:00 og stendur til kl.16:30
Það er Kvenfélagið ásamt Kjósarhreppi sem stendur fyrir skemmtuninni. Vonast er til, að ömmur,afar og foreldrar komi með börn sín til samkomunnar enda minnast þau eflaust þess hversu vinsæl jólaböllin í Félagsgarði voru hér áður fyrr. Algengt var að burt fluttir Kjósaringar komu með börn sín á þessa árlegu hátíð og er vonast til að svo verði einnig nú.
Hörður G. Ólafsson sér um tónlistina og von er á jólasveinum.
Myndina tók Hilda Karen Garðarsdóttir. Knapi er Maríanna Sól Hauksdóttir með tíkina Uglu